• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fyrsti atvinnurithöfundur landsins


Þetta fallega hús má finna í Þingholtunum. Það stendur við Ingólfsstræti 18 og og er merkilegt fyrir þær sakir að þar bjó Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) síðustu æviárin.

Á þeim tíma sem Torfhildur var uppi áttu konur ekkert erindi út á ritvöllinn. „Það hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki" líkt og segir í Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar.

Í þessu ljósi er það þeim mun merkilegra að fyrsti Íslendingurinn til þess að gerast atvinnurithöfundur er kona en ekki karl. Torfhildur var brautryðjandi á fleiri sviðum því hún var einnig fyrst íslenskra kvenna til að hljóta skáldastyrk. Honum var þó mótmælt og í kjölfarið lækkaður og kallaður ekknastyrkur. Þá var Torfhildur fyrst kvenna til að senda frá sér sögulega skáldsögu. Merkileg kona hún Torfhildur!

Mynd: JGT