Fyrsti atvinnurithöfundur landsins

 

Þetta fallega hús má finna í Þingholtunum. Það stendur við Ingólfsstræti 18 og og er merkilegt fyrir þær sakir að þar bjó Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) síðustu æviárin. 

 

Á þeim tíma sem Torfhildur var uppi áttu konur ekkert erindi út á ritvöllinn. „Það hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki" líkt og segir í Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar.

 

Í þessu ljósi er það þeim mun merkilegra að fyrsti Íslendingurinn til þess að gerast atvinnurithöfundur er kona en ekki karl. Torfhildur var brautryðjandi á fleiri sviðum því hún var einnig fyrst íslenskra kvenna til að hljóta skáldastyrk. Honum var þó mótmælt og í kjölfarið lækkaður og kallaður ekknastyrkur. Þá var Torfhildur fyrst kvenna til að senda frá sér sögulega skáldsögu. Merkileg kona hún Torfhildur! 

 

Mynd: JGT

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband