• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Elín, ýmislegt á bókmenntakvöldi

Það var vel mætt á bókmenntakvöld í Bókasafni Seltjarnarness. Þar las Kristín Eiríksdóttir úr bók sinni Elín, ýmislegt sem hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Að loknum lestri Kristínar urðu nokkrar umræður um söguna. Þar kom meðal annars fram að helst þyrfti að lesa bókina tvisvar til að koma öllum þráðum heim og saman og ennfremur að sagan væri mjög opin til túlkunar.