• Soffía Auður Birgisdóttir

Um þjóðveginn - Sigríður Einars


Ljóð vikunnar að þessu sinni er Um þjóðveginn eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi.

Um þjóðveginn

Um þjóðveginn fóru fáeinar konur sem veltu úr grýttum vegi steinum.

Um þjóðveginn fóru fleiri konur, sem fundu gimsteina grafna í sandinn.

Og fjöldi kvenna fór um veginn, þá fleygðu ambáttir fjötrum og tötrum.

Þúsundir kvenna um þjóðveginn fóru, sem lögðu hornsteina að háum sölum.

Þær lögðu hornsteina að hælum, skólum, ruddu brautir og björgum lyftu.

Nú mynda fylkingu milljónir kvenna um alla þjóðvegi allra landa

í baráttu fyrir frelsi, réttlæti, friði og samúð í fegurri heimi.

Myndin af Sigríði er fengin af síðunni gardur.is