• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Hin konan - Ingibjörg Haraldsdóttir


Hin konan

Þú ert ekki ein

Eins og í skuggsjá

utan hringsins

að hurðarbaki eða

í svefnrofunum

bregður henni fyrir

hinni konunni

sem er líka þú

sem á líf sitt undir þér

og þínum draumum

(Hvar sem ég verð, 2002)

Frekari upplýsingar um Ingibjörgu Haraldsdóttur má finna í Skáldatalinu.

Myndin er sótt á síðu Rithöfundasambandsins