• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Hin konan - Ingibjörg Haraldsdóttir


Hin konan

Þú ert ekki ein

Eins og í skuggsjá

utan hringsins

að hurðarbaki eða

í svefnrofunum

bregður henni fyrir

hinni konunni

sem er líka þú

sem á líf sitt undir þér

og þínum draumum

(Hvar sem ég verð, 2002)

Frekari upplýsingar um Ingibjörgu Haraldsdóttur má finna í Skáldatalinu.

Myndin er sótt á síðu Rithöfundasambandsins

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband