- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir tilnefnd til In Other Words-verðlauna
Úlfur og Edda: Dýrgripurinn kom út árið 2016 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017. Sjálfstætt framhald kom síðan út núna fyrir síðustu jól og ber titilinn Úlfur og Edda: Drekaaugun.
Dómnefnd In Other Words-verðlaunanna segir um tilnefnda bók Kristínar Rögnu að hún sé gríðarlega skemmtileg ráðgáta og að allt við söguna sé bæði heillandi og skemmtilegt. Þá sé söguþráður hraður og haldi yngri lesendum vel við efnið.
In Other Words-verðlaunin verða afhent í London, 11. apríl næstkomandi.