• Ása Jóhanns

Ana Stanicevic heldur erindið ,,Veira í bókmenntakerfinu: Samlífi örforlaga og stórforlaga í samtíma

Ana Stanicevic heldur erindið Veira í bókmenntakerfinu: Samlífi örforlaga og stórforlaga í samtímanum á Íslandi á Hugvísindaþingi um helgina

Ana Stanicevic tekur þátt í málstofunni Íslenskt bókmenntakerfi í menningarsögulegu ljósi sem haldin verður laugardaginn 10.mars í stofu 051 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 10 og lýkur á hádegi. Á vef Hugvísindaþings má finna eftirfarandi lýsingu á erindi Stanicevic sem nefnist Veira í bókmenntakerfinu: Samlífi örforlaga og stórforlaga í samtímanum á Íslandi

Ana Stanicevic

,,Eins og veirur í lífverum og tölvuveirur í tölvum reyna örforlög að breyta bókmenntakerfinu, valda truflunum og afbyggja það smám saman. En örforlögin, líkt og veirur af ýmsu tagi, eru háð kerfinu eða „hýslinum“ sem þau smita og geta ekki lifað af án þeirra. Þau geta einungis þrifist innan bókmenntakerfisins og nærast á því Örforlögin standa andspænis stórforlögum og þessi átök á milli jaðars og miðju knýja bókmenntakerfið áfram. Það mætti segja að örforlögin og stórforlögin séu í samlífi sem er annaðhvort öðrum eða báðum aðilum til gagns. Á hvaða hátt gagnast þetta samlífi örforlögum og á hvaða hátt stórforlögum? Hvernig er hægt að gera greinarmun á þeim? Hvernig mótar þetta samband bókmenntakerfið í samtímanum á Íslandi? Er íslenska bókmenntakerfið með nógu sterkt ónæmiskerfi til að lifa af hina nýju veiru í mynd æ fleiri örforlaga? Er leynilegt og forboðið ástarsamband á milli hýsilsins og veirunnar sem gæti orðið þeim báðum að bana? Eða mun þessi hættulega ást leiða til breytinga sem eru bókmenntakerfinu til góðs?"