Krist­ín Ragna Gunn­ars­dótt­ir til­nefnd til In Ot­her Words-verðlauna

Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur verið tilnefnd til In Other Words-verðlaunanna, fyrir bók sína Úlfur og Edda: Dýr­grip­ur­inn. In Other Words-verðlaunum er úthlutað höfundum með annað móðurmál en ensku sem skrifa bækur ætluðum börn­um 6 til 12 ára. Markmiðið er að kynna vandaðar barnabókmenntir víða að úr heiminum fyrir enskumælandi lesendum. Í ár eru átta höfundar tilnefndir og þar af eru tveir íslenskir því auk Kristínar Rögnu er Ævar Þór Benediktsson tilefndur fyrir bók sína Risaeðlur í Reykjavík. 

 

Úlfur og Edda: Dýr­grip­ur­inn kom út árið 2016 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017. Sjálfstætt framhald kom síðan út núna fyrir síðustu jól og ber titilinn Úlfur og Edda: Drekaaugun.

 

Dómnefnd In Other Words-verðlaunanna segir um tilnefnda bók Kristínar Rögnu að hún sé gríðarlega skemmti­leg ráðgáta og að allt við sög­una sé bæði heill­andi og skemmti­legt. Þá sé söguþráður hraður og haldi yngri les­end­um vel við efnið.

 

In Other Words-verðlaun­in verða af­hent í London, 11. apríl næstkomandi.

 

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband