• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tvær konur hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin


Elísabet Gunnarsdóttir enskukennari og Hildur Hákonardóttir listakona hlutu í gær Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Walden eftir bandaríska heimspekinginn og skáldið Henry David Thoreau. Elísabet og Hildur eru saman um þýðinguna en auk þess gerir Hildur myndirnar í bókinni og Gyrðir Elíasson skrifar formála.

Walden, eða Lífið í skóginum, eftir Henry David Thoreau kom fyrst út árið 1854 og er grundvallarrit í heimspeki náttúruverndar. Í bókinni greinir Thoreau frá tilraun sem hann gerði til að lifa sjálfbæru lífi í náttúrunni, einangraður í húsi sem hann byggði sjálfur, við Walden vatnið í Nýja -Englandi í Massachussets ríki.

Í dómnefnd sátu Ing­unn Ásdís­ar­dótt­ur, formaður, Helga Soffía Einarsdóttir og Steinþór Stein­gríms­son. Að sögn nefndarinnar fangar þýðingin einkar vel stemningu 19. aldar á afar vandaðri og ljóðrænni íslensku án þess þó að vera gamaldags; hún nái vel að fanga hrifnæmi náttúruunnandans sem láti engan lesanda ósnortinn. Þá beri eft­ir­mál­ar og skýr­ing­ar þýðenda vitni um ígrundaða vinnu og mikil prýði væri af teikningum Hildar.

Myndin er sótt á vefsíðu RÚV.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband