Útgáfuhóf - Þrjár spennandi ljóðabækur

Þrjár skáldkonur fagna útgáfu ljóðabóka sinna í Mengi við Skólavörðustíg, miðvikudaginn 28. febrúar. Þetta eru þær Ásdís Ingólfsdóttir með bók sína Ódauðleg brjóstDíana Sjöfn Jóhannsdóttir með Freyju og María Ramos með Salt. Allar eru þær að gefa út sína fyrstu ljóðabók. Á vefsíðu Partusar má finna stutta umfjöllun um bækurnar en þar segir um Ódauðleg brjóst að í bókinni sé heilt líf undir, „allt frá átákanlegri reynslu ungrar stúlku til þroskaðra tilfinninga og hugsana fullorðinsáranna." Um ljóðabókina Freyju segir að þar sé að finna „vafningalaus ljóð um flækjurnar og hnútana í lífinu og dauðanum og tilraunir okkar til þess að leysa þá með orðum". Loks er sagt að ljóðabókin Salt geymi „ljóð um konur sem skrifa, ljóð um seltuna í tilverunni. Saltið býr í tárunum og harminum, en það skerpir líka bragðið af lífinu og vekur okkur upp af doðanum." 

 

Ljóðabækur Ásdísar, Díönu Sjafnar og Maríu eru þær 26., 27. og 28. í seríu Meðgönguljóða sem er bókaflokkur á vegum forlagsins Partusar. Tryggja má sér eintök af bókunum fram að útgáfu, hér: Ódauðleg brjóst - Freyja - Salt. 

 

 

Útgáfuhófið hefst klukkan átta og verða léttar veitingar í boði. Allir eru velkomnir.

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband