• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Myrkraverk Ástu Sigurðardóttur

Um þessar mundir stendur yfir sýningin Myrkraverk á Kjarvalsstöðum. Þar getur að líta verk nokkurra listamanna sem hafa sótt sér innblástur í hið kynngimagnaða og yfirnáttúrulega. Þarna á meðal eru dúkristur eftir Ástu Sigurðardóttur sem prýddu smásagnasafn hennar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem kom út árið 1961 og sömuleíðis þær sem birtust árinu áður í Tannfé handa nýjum heimi eftir Þorstein frá Hamri.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru, auk Ástu, Jóhanna Bogadóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Alfreð Flóki, Kristinn Pétursson og Sigurður Ámundason.

Sýningin Myrkraverk stendur til 22. apríl.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband