Góð með kaffinu!

Hún var notaleg stemningin á opnun sýningar um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Marín Guðrún Hrafnsdóttir hélt fróðlegt erindi um Guðrúnu, en Marín er langömmubarn rithöfundarins, og síðan var auðvitað boðið upp á kaffi og kleinur.

 

 

Sýningin Kona á skjön - Sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi er í Borgarbókasafni Reykjavíkur - Menningarhúsi Grófinni, Tryggvagötu 15 og stendur til 4. mars. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru Marín Guðrún Hrafnsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Kristín Sigurrós gat ekki verið á opnuninni í dag en hér má sjá prýðilegt viðtal við hana í tilefni af opnun sýningarinnar á Sauðárkróki síðastliðið sumar: 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband