• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ný bókaútgáfa - Gin ljónsins

Stofnuð hefur verið ný bókaútgáfa, Gin ljónsins. Að henni standa Guðrún Brjánsdóttir og Elín Edda Þorsteinsdóttir. Guðrún er er ljóðskáld, óperusöngkona og íslenskunemi og Elín Edda er nemi í grafískri hönnun. Bókaútgáfan mun gefa út bækur sem eru fjölbreyttar að efni en eiga það sameiginlegt að vera heimatilbúnar og prentaðar í svarthvítum A4 leiserprentara. Síðastliðinn föstudag var bókaútgáfan formlega stofnuð og því samfara kom út fyrsta ljóðabók Guðrúnar Brjánsdóttur, Skollaeyru.

Nálgast má frekari upplýsingar um útgáfuna á Facebook.com og tumblr.com.