• Hornkerlingin

„Það má ekkert“ - Elísabet Jökulsdóttir


„Það eru allskonar venjulegir menn jafnvel vinir mínir að kvarta undan þessari metoo bylgju sem er í gangi, þeir segja „ekkert má maður“ og „hvað má eiginlega“ og ekkert má maður lengur.

Við þá vil ég segja, það má ekkert, maður biður

um leyfi fyrir öllu;

Má ég sýna þér hvað ég var að skrifa.

má ég fá tannkremið, má ég fá mjólkina,

má ég knúsa þig, má ég fá lánaða húfuna þína..“