• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bragðmikið bókakonfekt

Það var húsfyllir á Kaffi Laugalæk í gærkvöldi á fjórða og síðasta upplestrarkvöldi hins árlega Bókakonfekts Forlagsins. Að þessu sinni las einungis ein skáldkona upp úr verki sínu; Gerður Kristný las úr nýútkominni bók sinni Smartís en sagan segir frá reykvískri unglingsstúlku á níunda áratug síðustu aldar. Gerður Kristný er löngu orðin að góðu kunn fyrir skáldskap sinn en frekari upplýsingar um hana má nálgast í Skáldatalinu.

Auk Gerðar lásu Dagur Hjartarson úr Heilaskurðaðgerðinni, Gunnar Helgason úr Ömmu best, Einar Már Guðmundsson úr Passamyndum, Ævar Þór Benediktsson úr Þínu eigin ævintýri og Jón Gnarr úr Þúsund kossum, sögunni um Jógu.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband