• Soffía Auður Birgisdóttir

María Rán Guðjónsdóttir tilnefnd í þriðja sinn


María Rán Guðjónsdóttir er ein af sex þýðendum sem tilnefnd var til Íslensku þýðingarverðlaunanna á föstudag fyrir skáldsöguna Veisla í greninu eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos. Útgefandi: Angústúra. Þetta er í þriðja sinn sem María Rán hlýtur tilnefningu til þýðingaverðlaunanna en hún var tilnefnd árið 2014 og 2010. Um þýðingu Maríu Ránar á Veislu í greninu segir: "Veisla í greninu er átakanleg en jafnframt grátbroslega saga um einangrað barn í hrottalegum heimi. Sagan er lögð í munn barnsins en fullorðinslegt orðfærið skapar spennu milli hins barnslega og hins miskunnarlausa og kemur upp um brenglunina í tilveru barnsins. María Rán heldur listilega vel í tón og takt sögunnar og framandleiki bæði sögusviðs og aðstæðna kemur skýrt fram. Hér er á ferðinni stór saga í lítilli bók."

Í umsögn um bókina segir skáldið Sjón:

,,Juan Pablo Villalobos tekst hið ómögulega. Hann fer með lesandann á háskalegar slóðir mexíkósku eiturlyfjamafíunnar og sýnir honum þá grimmu veröld með augum barnslegs sakleysis. Fyrir sögumanni eru myrkraverkin í glæsihöllinni eðlilegur hluti tilverunnar. Og hver vildi ekki eiga pabba sem getur gefið honum eins marga hatta og hann langar í og líka dvergflóðhest? Veisla í greninu er engu lík og situr lengi eftir í huganum að lestri loknum."

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband