- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Soffía Auður Birgisdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Í dómnefnd þýðingaverðlaunanna sitja Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur, Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi og Steinþór Steingrímsson íslenskufræðingur. Álit dómnefndar á þýðingu Soffíu Auðar er eftirfarandi:
Það er mikill fengur að fá nú á íslensku skáldsöguna Orlando, eitt af lykilverkum enskra bókmennta. Í verkinu kannar höfundurinn viðfangsefni sem koma við alla menn á öllum tímum, ástina, skáldskapinn, tímann og þroskann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrskarandi vönduð og nostursamleg en jafnframt leikandi létt og fjörleg og hinn hispurslausi stíll höfundarins kemur vel fram í þýðingunni. Enn fremur ritar þýðandinn afar gagnlegan eftirmála og ítarlegar textaskýringar.
Bókaútgáfan Opna gefur skáldsöguna Orlando út.
Myndir/Skáld.is