Soffía Auður Birg­is­dótt­ir er til­nefnd til Íslensku þýðinga­verðlaunanna

 Soffía Auður Birgisdóttir er í hópi sex þýðenda sem eru tilnefndir til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna í ár en af þessum sex þýðendum eru fjórar konur. Soffía Auður er tilnefnd fyrir þýðingu sína á Orlando eftir Virginiu Woolf, Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir og Hild­ur Há­kon­ar­dótt­ir fyr­ir Wald­en eft­ir Henry Dav­id Thor­eau, María Rán Guðjóns­dótt­ir fyr­ir Veislu í gren­inu eft­ir Juan Pablo Villa­lo­bos, Gyrðir Elías­son fyr­ir Sorg­ina í fyrstu per­sónu eft­ir Ko Un og Jón St. Kristjáns­son fyr­ir Doktor Proktor eft­ir Jo Nes­bø.

 

Í dómnefnd þýðingaverðlaunanna sitja Ing­unn Ásdís­ar­dótt­ir þýðandi og þjóðfræðing­ur, Helga Soffía Ein­ars­dótt­ir þýðandi og Steinþór Stein­gríms­son ís­lensku­fræðing­ur. Álit dómnefndar á þýðingu Soffíu Auðar er eftirfarandi:

 

Það er mik­ill feng­ur að fá nú á ís­lensku skáld­sög­una Or­lando, eitt af lyk­il­verk­um enskra bók­mennta. Í verk­inu kann­ar höf­und­ur­inn viðfangs­efni sem koma við alla menn á öll­um tím­um, ást­ina, skáld­skap­inn, tím­ann og þrosk­ann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrsk­ar­andi vönduð og nost­ur­sam­leg en jafn­framt leik­andi létt og fjör­leg og hinn hisp­urs­lausi stíll höf­und­ar­ins kem­ur vel fram í þýðing­unni. Enn frem­ur rit­ar þýðand­inn afar gagn­leg­an eft­ir­mála og ít­ar­leg­ar texta­skýr­ing­ar.

 

Bókaútgáfan Opna gefur skáldsöguna Orlando út.

Myndir/Skáld.is

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband