SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. nóvember 2017

Bókamessan fer vel af stað

Það var glatt á hjalla í Hörpu í dag. Þar gat að líta fjölda bása sneisafulla af nýútkomnum bókum. Skáld.is brá sér á svæðið og tók fáeinar myndir af flottum konum og stemningunni á staðnum.

Á Bókamessunni mátti m.a. nálgast verkið Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur sem Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallaði um á hátíðinni en hún skrifar einnig eftirmála við söguna. Angústúra gefur þessa afar áhugaverðu bók út. Einnig var Bókabeitan á vísum stað og náði Skáld.is mynd af forleggjaranum ásamt Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem sendi nýlega frá sér spennandi framhald af sögunni um Úlf og Eddu, Drekaaugun, en í sögunum fléttar hún listavel saman norrænum goðsagnaheimi við nútímann.