• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bókamessan fer vel af stað

Það var glatt á hjalla í Hörpu í dag. Þar gat að líta fjölda bása sneisafulla af nýútkomnum bókum. Skáld.is brá sér á svæðið og tók fáeinar myndir af flottum konum og stemningunni á staðnum.

Á Bókamessunni mátti m.a. nálgast verkið Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur sem Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallaði um á hátíðinni en hún skrifar einnig eftirmála við söguna. Angústúra gefur þessa afar áhugaverðu bók út. Einnig var Bókabeitan á vísum stað og náði Skáld.is mynd af forleggjaranum ásamt Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem sendi nýlega frá sér spennandi framhald af sögunni um Úlf og Eddu, Drekaaugun, en í sögunum fléttar hún listavel saman norrænum goðsagnaheimi við nútímann.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband