• Ása Jóhanns

Alþýðukona á bókamessunni í Hörpu - Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason endurútgefin

Í dag kom út bókin Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur hjá útgáfufélaginu Angústúru. Hér er á ferðinni einstök saga alþýðukonu sem bjó við sáran skort og vinnuþrælkun hjá vandalausum í uppvexti í Fljótum í Skagafirði. Tvennir tímar kom fyrst út árið 1949 en þessari nýju útgáfu er fylgt úr hlaði með formála eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands og langömmubarn Hólmfríðar, og eftirmála eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, bókmenntafræðing, auk ljósmynda úr safni fjölskyldu Hólmfríðar. Soffíu Auði Birgisdóttur sem situr í ritstjórn Skáld.is fjallar um bókina á Bókamessunni í Hörpu (Ríma B), í dag laugardaginn 18. nóv, kl. 13.00. Tvennir tímar verður til sölu á bás Angústúru á bókamessunni.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband