Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Bókamessan fer vel af stað

Það var glatt á hjalla í Hörpu í dag. Þar gat að líta fjölda bása sneisafulla af nýútkomnum bókum. Skáld.is brá sér á svæðið og tók fáeinar myndir af flottum konum og stemningunni á staðnum.

 

Á Bókamessunni mátti m.a. nálgast verkið Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur sem Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallaði um á hátíðinni en hún skrifar einnig eftirmála við söguna. Angústúra gefur þessa afar áhugaverðu bók út. Einnig var Bókabeitan á vísum stað og náði Skáld.is mynd af forleggjaranum ásamt Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem sendi nýlega frá sér spennandi framhald af sögunni um Úlf og Eddu, Drekaaugun, en í sögunum fléttar hún listavel saman norrænum goðsagnaheimi við nútímann.  

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload