• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vó! Vó! - og átta skáldkonur

Í kvöld var sjöunda hinsegin ljóða- og sagnakvöldið sem Magnús Gestsson og Jóhann G. Thorarensen standa fyrir hjá Samtökunum '78. Þessir viðburðir bera yfirskriftina Vó! Vó! Við og vinir okkar og eru ljóða- og sagnakvöld fyrir hinsegin fólk og vini þeirra. Það var vel mætt í kvöld í hús Samtakanna 78 að Suðurgötu 3. Skáldin sem fluttu ljóð voru eftirfarandi: Bára Halldórsdóttir, sem auk þess framdi gjörning, Auður Magndís Auðardóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Embla Orradóttir Dofradóttir, Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Kári Túliníus, Magnús Hákonarson, Otman Sassioui, Ragna Sól Evudóttir, Tex G. Beck og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir.

Í efri röð, f.v.: Bára Halldórsdóttir, Auður Magndís Auðardóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Embla Orradóttir Dofradóttir og Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir.

Í neðri röð, f.v.: Ragna Sól Evudóttir, Tex G. Beck og kynnarnir Jóhann og Magnús og unnendur.