• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fugl óttans

Ljóð vikunnar að þessu sinni er Fugl óttans breytir sífellt um lögun eftir skáldkonuna Nínu Björk Árnadóttur. Frekari upplýsingar um Nínu Björk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is

Nína Björk Árnadóttir 1979

Fugl óttans breytir sífellt um lögun

Fugl óttans er stór

hann tekur manneskjuna í klærnar

og flýgur með hana langt

svo langt

frá gleðinni

en hann er líka lítill

þá flýgur hann inn í brjóstin

og veinar

og veinar þar

Myndin af skáldkonunni birtist í Morgunblaðinu, sunnudaginn 2. desember, árið 1979. Sjá hér.