• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fugl óttans

Ljóð vikunnar að þessu sinni er Fugl óttans breytir sífellt um lögun eftir skáldkonuna Nínu Björk Árnadóttur. Frekari upplýsingar um Nínu Björk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is

Fugl óttans breytir sífellt um lögun

Fugl óttans er stór

hann tekur manneskjuna í klærnar

og flýgur með hana langt

svo langt

frá gleðinni

en hann er líka lítill

þá flýgur hann inn í brjóstin

og veinar

og veinar þar

Myndin af skáldkonunni birtist í Morgunblaðinu, sunnudaginn 2. desember, árið 1979. Sjá hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband