Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Fugl óttans breytir sífellt um lögun - Nína Björk Árnadóttir

Ljóð vikunnar að þessu sinni er Fugl óttans breytir sífellt um lögun eftir skáldkonuna Nínu Björk Árnadóttur. Frekari upplýsingar um Nínu Björk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is

 

 

Fugl óttans breytir sífellt um lögun

 

Fugl óttans er stór

hann tekur manneskjuna í klærnar

og flýgur með hana langt

svo langt

frá gleðinni

en hann er líka lítill

þá flýgur hann inn í brjóstin

og veinar

og veinar þar

 

 

 

Myndin af skáldkonunni birtist í Morgunblaðinu, sunnudaginn 2. desember, árið 1979. Sjá hér.
 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload