• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Yrsa Sigurðardóttir tilnefnd til IMPAC-verðlauna


Yrsa Sigurðardóttir er í hópi þeirra 150 rithöfunda sem eru tilnefndir til IMPAC-verðlauna. Verðlaunin eru veitt fyrir skáldsögu á ensku, hvort heldur sem er frumsamda eða þýdda. Yfir hundrað bókasöfn um allan heim tilnefna bækur og voru það Borgarbókasafnið og bókasafn í Genf sem tilnefndu bók Yrsu; Lygi eða Why Did You Lie? líkt og hún nefnist í enskri þýðingu Victoria Cribb. Aðrir íslenskir höfundar sem eru tilnefndir eru Sjón og Jón Kalman Stefánsson. IMPAC-verðlaunin eru veitt árlega í Dublin og nemur verðlaunaféð 100 þúsund evrum.

Frekari fróðleik um verðlaunin má nálgast á vefsíðunni International Dublin Literary Award 2018 og í Skáldatalinu hér á Skáld.is má nálgast upplýsingar um Yrsu Sigurðardóttur.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband