• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Útgáfuhóf - Úlfur og Edda: Drekaaugun

Það fór einkar vel á staðsetningu útgáfuhófs Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í Safnahúsinu í gær því að í sögunum hennar um Úlf og Eddu rennur nútíminn saman við fornan heim norrænna goða. Úlfur og Edda: Drekaaugun er sjálfstætt framhald bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn sem hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út; sagan var bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Bókabeitan gefur bækurnar út. Frekari upplýsingar um Kristínu Rögnu munu rata fljótlega í Skáldatalið.