Útgáfuhóf - Úlfur og Edda: Drekaaugun

Það fór einkar vel á staðsetningu útgáfuhófs Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í Safnahúsinu í gær því að í sögunum hennar um Úlf og Eddu rennur nútíminn saman við fornan heim norrænna goða. Úlfur og Edda: Drekaaugun er sjálfstætt framhald bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn sem hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út; sagan var bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Bókabeitan gefur bækurnar út. Frekari upplýsingar um Kristínu Rögnu munu rata fljótlega í Skáldatalið.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband