• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tiltekt - Ásdís Óladóttir


Skáld.is frumbirtir ljóð eftir Ásdísi Óladóttur en ljóðið Tiltekt hefur hvergi birst áður. Ásdís er löngu orðin að góðu kunn fyrir skáldskap sinn en frekari upplýsingar um ævi hennar og verk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is.

T i l t e k t

Um hádegisbil

handsama ég vindhviður,

tíni upp ljóð

um glataðar ástkonur,

hverf inn í draum

tungumálsins

sem vekjaraklukkan

rústaði í morgun.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband