• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tiltekt - Ásdís Óladóttir


Skáld.is frumbirtir ljóð eftir Ásdísi Óladóttur en ljóðið Tiltekt hefur hvergi birst áður. Ásdís er löngu orðin að góðu kunn fyrir skáldskap sinn en frekari upplýsingar um ævi hennar og verk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is.

T i l t e k t

Um hádegisbil

handsama ég vindhviður,

tíni upp ljóð

um glataðar ástkonur,

hverf inn í draum

tungumálsins

sem vekjaraklukkan

rústaði í morgun.