• Ása Jóhanns

Margrét Lóa Jónsdóttir

Skáld vikunnar er Margrét Lóa Jónsdóttir. Hún hefur gefið út níu ljóðabækur og eina skáldsögu og safnar nú fyrir útgáfu tíundu ljóðabókar sinnar biðröðin framundan á Karolinafund. Frekari upplýsingar um ævi hennar og verk má finna í Skáldatalinu, hér á Skáld.is. Margrét Lóa las upp úr bókinni í Kringlunni nýlega.

Ljóðabókin biðröðin framundan er samfelldur ljóðabálkur. Sögusviðið er biðröðin fyrir utan Costco þar sem einhver er ,,á höttunum eftir handryksugu og heimsins bestu jarðarberjum." Í þessari tíundu ljóðabók höfundar er ferskleikinn allsráðandi. Hægt er að fylgjast með og styrkja útgáfu bókarinnar á Karolinafund.

biðröðin framundan ,,á höttunum eftir handryksugu og heimsins bestu jarðarberjum hugsandi um fólksfjöldann á sínum tíma á leiðinni upp í eiffelturninn strawberry frosted sprinkles og sokkar í stíl: seinna keypti ég kassa af kleinuhringjum eftir að hafa beðið í röð á laugaveginum og færði mömmu sem lá á spítala og konunni í næsta rúmi mamma fór strax í sokkana sem fylgdu með og nú biður hún um handryksugu og kíló af heimsins bestu jarðarberjum (sem fást víst aðeins hér)"

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband