• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Skáldkonur í Gunnarshúsi

Hún var notaleg stemningin í Gunnarshúsi í kvöld en þar lásu þrjár skáldkonur úr verkum sínum, ásamt tveimur skáldkörlum, . Soffía Bjarnadóttir las úr ljóðabók sinni Ég er hér, og Halldóra K. Thoroddsen las úr ljóðabókinni Orðsendingar en báðar bækurnar komu út síðastliðið vor. Heiðrún Ólafsdóttir var kynnir kvöldsins og því samfara las hún úr nýútkominni ljóðabók sinni Ég lagði mig aftur. Frekari upplýsingar um Soffíu og Heiðrúnu má finna í Skáldatali hér á Skáld.is. Skáldkarlarnir voru Kári Tulinius en hann las úr skáldsögunni Móðurhugur og Bergur Ebbi sem las úr ritgerðasafninu Stofuhiti.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband