• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Æfingar - Heiðrún Ólafsdóttir

Skáld.is frumbirtir ljóð eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur en ný ljóðbók eftir skáldið er væntanleg 1. nóvember. Frekari upplýsingar um skáldkonuna má finna í skáldatalinu hér á Skáld.is.

Æfingar Teygi þolinmæðisþráðinn, æfi traustvöðvana. Er með úniversið í maganum hvorki meira né minna. Mig grunar að samviska mín búi í Norðurmýrinni. Virðist samt hafa týnt bæði tunglinu og sjálfri mér. Dreymir drjúpandi smjör og vakna með harðsperrur eftir síðdegiskríuna. Held ég taki lúra til endurskoðunar. Suma daga er mér um megn að bjarga heiminum.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband