• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fjölskyldan mín - útgáfuhóf

Það var glatt á hjalla í útgáfuhófi Ástu Rúnar Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur í dag, í sal Samtakanna 78, Suðurgötu 3. Fagnað var útgáfu barnabókarinnar Fjölskyldan mín og er Ásta Rúna höfundur textans en Lára myndskreytir. Sagan hverfist um þann fjölbreytileika sem er að finna í ólíkum fjölskyldumynstrum. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar en Lára hefur áður myndskreytt bækur. Salka gefur út.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband