• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Gulbrandi Snata og nammisjúku njósnurunum fagnað

Það var vel mætt í útgáfuhóf Brynhildar Þórarinsdóttur í Eymundsson Austurstræti í dag. Tilefnið var útgáfa nýjustu barnabókar hennar um Gulbrand Snata og nammisjúku njósnarana og las Brynhildur vel valinn kafla úr bókinni. Brynhildur er löngu búin að geta sér gott orð fyrir barnabækur sínar en hér í skáldatalinu má nálgast frekari upplýsingar um ævi hennar, ritverk og viðurkenningar. Brynhildur hefur ennfremur rannsakað sérstaklega barnabækur og leitt Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Hér má hlýða á viðtal við Brynhildi í Morgunvaktinni í morgun um bóklestur barna sem reynist vera á uppleið.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband