• Ása Jóhanns

Kerlingabækur - Málþing og menningardagskrá í Tryggvaskála


Þann 19. október klukkar 20:00 fer fram í Tryggvaskála hið árlega málþing Bókabæjanna Austanfjalls. Yfirskriftin að þessu sinni er ,,Kerlingabækur". Fjallað verður um bókmenntir kvenna í breiðu samhengi, tali og tónum. Fræðimenn og fólk munu tala saman, sagnaskáld, söngvaskáld og Svikaskáld flytja frumsamið efni, og Leikfélag Selfoss lætur ljós sitt skína. Dagskrá:

  • Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, fjallar um Kerlingabækur og bókmenntasöguna.

  • Birgir Dýrfjörð segir frá æskuminningum sínum tengdum móður allra kerlingabóka - Guðrúnu frá Lundi.

  • Söngvaskáldið Hera Hjartardóttir sem nú er stödd hér á landi flytur nokkra tóna.

  • Hveragerðis-skáldið Guðrún Eva Mínervudóttir spjallar við gesti og les úr verkum sínum.

  • Svikaskáld lesa frumsamin ljóð.

  • Leikfélag Selfoss sýnir brot úr nýju verki VERTU SVONA KONA sem er verk um konuna í sögunni eða sögu konunnar - sameiginleg sköpun leikhópsins með fléttuðum textum eftir Margaret Atwood.

Kynnar verða Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason Kaffi og konfekt í boði Bókabæjanna

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband