Kerlingabækur - Málþing og menningardagskrá í Tryggvaskála

16.10.2017

 

Þann 19. október  klukkar 20:00 fer fram í Tryggvaskála hið árlega málþing Bókabæjanna Austanfjalls. Yfirskriftin að þessu sinni er ,,Kerlingabækur". Fjallað verður um bókmenntir kvenna í breiðu samhengi, tali og tónum. Fræðimenn og fólk munu tala saman, sagnaskáld, söngvaskáld og Svikaskáld flytja frumsamið efni, og Leikfélag Selfoss lætur ljós sitt skína.


Dagskrá:

 

 • Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, fjallar um Kerlingabækur og bókmenntasöguna.

 • Birgir Dýrfjörð segir frá æskuminningum sínum tengdum móður allra kerlingabóka - Guðrúnu frá Lundi.

 • Söngvaskáldið Hera Hjartardóttir sem nú er stödd hér á landi flytur nokkra tóna.

 • Hveragerðis-skáldið Guðrún Eva Mínervudóttir spjallar við gesti og les úr verkum sínum.

 • Svikaskáld lesa frumsamin ljóð.

 • Leikfélag Selfoss sýnir brot úr nýju verki VERTU SVONA KONA sem er verk um konuna í sögunni eða sögu konunnar - sameiginleg sköpun leikhópsins með fléttuðum textum eftir Margaret Atwood.
   

   

   Kynnar verða Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason

  Kaffi og konfekt í boði Bókabæjanna

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband