• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Heiðursdagskrá og sýning um Jóhönnu Kristjónsdóttur


Fimmtudaginn 12. október verður opnuð sýning um ævi og verk Jóhönnu Kristjónsdóttur sem lést fyrr á árinu. Sýningin verður í bókasafni Seltjarnarness og sunnudaginn 15. október verður mikil dagskrá henni til heiðurs í Félagsheimili Seltjarnarness. Dagskráin hefst kl. 15 og þar koma fram Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Daníel Helgason og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir leika arabíska og líbanska tónlist. Vera Illugadóttir verður kynnir. Í hléi verða seldir munir fyrir Fatímu sjóðinn sem Jóhanna stofnaði til að styðja jemenskar konur. Þá verður einnig hægt að kaupa kaffi og vöfflur.

Heiðursdagskráin um Jóhönnu er þáttur í Menningarhátið Seltjarnarness og má nálgast dagskrána hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband