• Ása Jóhanns

Auður Ava Ólafsdóttir


Auður Ava Ólafsdóttir er skáld vikunnar. Hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 fyrir skáldsöguna Ör og hélt ofangreinda tölu við það tilefni. Auður gaf út sína fyrstu skáldsögu 1998 og hefur síðan gefið út fimm bækur en Ör er sú nýjasta. Auður starfar sem lektor í listfræði við Háskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar. Rigning í nóvember hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004 og var einnig tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum ári síðar. Afleggjarinn er margverðlaunuð bók, meðal annars hlaut hún Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008, Fjöruverðlaunin sama ár og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan vakti mikla athygli í Frakklandi þegar hún kom þar út í þýðingu Catherine Eyjólfsson sem Rosa Candida árið 2010, og einnig var franska þýðingin verðlaunuð í Quebec í Kanada vorið 2011. Nánar um Auði í Skáldatali okkar