• Ingibjörg Stefánsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

Skáld vikunnar að þessu sinni er ljóðskáldið og sjúkraliðinn Linda Vilhjálmsdóttir. Linda er ein af öflugustu ljóðskáldum okkar og hefur gefið út sex ljóðabækur. Sú nýjasta, Frelsi, hlaut Menningarverðlaun DV 2015 í flokki bókmennta. Í Frelsi skoðar Linda samfélagið á gagnrýnin hátt, beinir spjótum sínum að efnishyggjunni, valdinu og manneskjunni í viðjum þess án þess að tapa nokkurstaðar ljóðrænni sýn sinni á veruleikann. Frelsi er feminísk bók eins og Linda hefur sjálf bent á í viðtölum en hún verður aldrei predikuninni að bráð heldur grandskoðar frelsishugtakið af natni og innsæi. Hér á vefnum má lesa ritdóm Soffíu Auðar Birgisdóttur um Frelsi: Margfeldi merkingar.

Hér ræðir Linda við Egil Helgason í um bókina þegar hún var nýkomin út.