Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Nýjar konur í stjórn Fjöruverðlaunanna

24.9.2017

 

Erla E. Völudóttir og Valgerður Þórsdóttir voru kosnar í stjórn Fjöruveðlaunanna á aðalfundi Félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna sem haldinn var að Hallveigarstöðum í Reykjavík þann 20. september 2017. Koma þær í  í stað Ingibjargar Valsdóttir og Láru Jónsdóttur sem véku  úr stjórn. Voru þeim þökkuð  vel unnin störf í þágu félagsins. Áfram sitja í stjórn formaður Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og meðstjórnendur Ásbjörg Una Björnsdóttir og Guðrún Birna Eiríksdóttir.

Fjöruverðlaunin eru mikilvægu þáttur í stuðningi við kvennabókmenntir á Íslandi og óskar Skáld.is nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.

Nánari upplýsingar um félagið og Fjöruverðlaunin má finna á síðu þeirra www.fjoruverdlaunin.is

Þar má finna eftirfarandi umfjöllun um sögu veðlaunanna:

 

,,Hugmyndin að Fjöruverðlaununum kviknaði árið 2006 innan grasrótarhóps kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Meðal ástæðna þess að hópurinn taldi sérstök kvennaverðlaun nauðsynleg var ójöfn kynjaskipting handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna en á tímabilinu 1989–2011 fengu 36 karlar og 11 konur verðlaun. Einnig gætir ójafnvægis í úthlutunum úr Launasjóði rithöfunda en samkvæmt lauslegri könnun á úthlutunum árin 2000–2007 voru kynjahlutföllin 65% karlar, 35% konur.

Gildi sérstakra bókmenntaverðlauna fyrir konur hefur greinilega komið í ljós í Bretlandi þar sem Baileys-kvennabókmenntaverðlaunin (áður Orange-kvennabókmenntaverðlaunin) hafa verið veitt í tæpa tvo áratugi. Stofnað var til þeirra vegna óánægju með hlut kvenna við úthlutun bókmenntaverðlauna og hefur starf þeirra verið farsælt og vakið athygli á fjölmörgum kvenrithöfundum sem skrifa á ensku.

Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan."

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload