• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Við dúnhreinsun- Júlíana Jónsdóttir

Ljóðið birtist árið 1876 í ljóðabókinni Stúlku en það er fyrsta ljóðabókin sem kemur út eftir íslenska konu.

Dimmt er í dýflissu

dúns og svælu;

sit ég einmana,

súrnar í augum;

ramur reykur

rauna minna

þrýstir að brjósti,

en þreytist höndin.

Undir raula

rámir strengir

harmatölur

hljóðlauss muna.

Finn ég nú glöggt

að fáir eru mínir;

horfin er mér heill,

en harmur vakinn.

Vitjar mín enginn,

voga ég ei þangað

sem ég áður

athvarf hugði;

fokið hefur

fönn í skjólið

fram af éljóttum

jökulskalla.

Á ég þó skjól,

sem aldrei bilar,

þangað minn andi

þreyttur flöktir.

Lát þú mig ekki,

ljúfi drottinn,

missa það hæli

meðan ég lifi.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband