• Hornkerlingin

Til hvers ættir þú að vera að skrifa?


Í grein sinni Líf og ljóð. Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum ber Helga Kress saman líf Guðnýjar og Jónasar Hallgrímssonar:

„Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, fædd 1804, dáin 1836. Samtímamaður og jafnaldra Jónasar Hallgrímssonar, fædd og uppalin í sömu sveit og hann. Guðný var prestsdóttir og af menntaheimili eins og Jónas, en hún var ekki send í skóla eins og hann, heldur hjónaband. Hún fór aldrei til útlanda, og ekki lengra en í næstu sýslu. Hún var skáld, en fékk ekki að njóta hæfileika sinna, heldur lifði við stöðuga niðurþöggun, og hún sá aldrei ljóð eftir sig á prenti. Hún dó í útlegð, eins og Jónas, en hún liggur ekki í þjóðargrafreit, heldur í gröf við ysta haf, fjarri ættingjum og vinum, og enginn legsteinn var settur á leiði hennar.“

Titilinn hefur Helga Kress eftir Virginiu Wolf. Grein Helgu má nálgast í greinasafninu hér á síðunni.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband