Til hvers ættir þú að vera að skrifa?

18.9.2017

 

 

 

 

Í grein sinni Líf og ljóð. Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum ber Helga Kress saman líf Guðnýjar og Jónasar Hallgrímssonar:

 

„Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, fædd 1804, dáin 1836. Samtímamaður og jafnaldra Jónasar Hallgrímssonar, fædd og uppalin í sömu sveit og hann. Guðný var prestsdóttir og af menntaheimili eins og Jónas, en hún var ekki send í skóla eins og hann, heldur hjónaband. Hún fór aldrei til útlanda, og ekki lengra en í næstu sýslu. Hún var skáld, en fékk ekki að njóta hæfileika sinna, heldur lifði við stöðuga niðurþöggun, og hún sá aldrei ljóð eftir sig á prenti. Hún dó í útlegð, eins og Jónas, en hún liggur ekki í þjóðargrafreit, heldur í gröf við ysta haf, fjarri ættingjum og vinum, og enginn legsteinn var settur á leiði hennar.“

 

Titilinn hefur Helga Kress eftir Virginiu Wolf. Grein Helgu má nálgast í greinasafninu hér á síðunni.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband