• Ása Jóhanns

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Skáld vikunnar er Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Þórunn er afkastamikill höfundur en hún hefur gefið út 22 bækur á 30 ára tímabili, bæði skáldsögur og fræðibækur. Í viðtali við Kristínu Heiðu Kristinsdóttur á mbl.is í ágúst 2016 segir Þórunn: "Ég varð óvart rithöfundur, það er mín lukka. Þó að upplýsingin hafi kennt okkur að hugsa vísindalega eru örlögin og tilviljanir enn að kasta okkur fram og til baka, rétt eins og á miðöldum. Ég er ekki ein af þessum sterku stelpum sem ákváðu þegar þær voru litlar að þær ætluðu að verða skáld, en ömmur og afar og mamma og pabbi hafa kannski hvíslað að mér að ég gæti eitthvað, því ég sagði einhvern tíma að ég ætlaði að verða blaðamaður eða þingmaður. Hvíslið hefur skilað sér.“ Nánari upplýsingar um Þórunni má finna í Skáldatali

Hún ræddi bók sína Stúlka með höfuð í Kiljunni 25. nóvember 2015.