• Rannís

Listamannalaun 2018


Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, mánudaginn 2. október. Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:

 • launasjóður hönnuða

 • launasjóður myndlistarmanna

 • launasjóður rithöfunda

 • launasjóður sviðslistafólks

 • launasjóður tónlistarflytjenda

 • launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:

 • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð.

 • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð.

 • Starfslaun fyrir sviðslistahópa. Sviðslistahópaumsókn erfelld inn í atvinnuleikhópaumsókn.

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir er að finna á síðu sjóðsins. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina. Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 .

 • Ferðastyrkir verða ekki veittir.

 • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, . Stjórn listamannalauna, ágúst 2017

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband