• Steinunn Inga Óttarsdóttir

oh-h - Ingunn Snædal


Ingunn Snædal

ef ég yrði snert af áhugasömum aðila óttast viðbrögð mín andvarpaði lágt eins og regnbogi sem fellur í regnvota laut titraði eins og tré sem riðar til falls í skóginum eða kastaði mér ýlfrandi af girnd á viðkomandi brysti í grát brotnaði í þúsund mola ------------------------------------------------- Úr bókinni: Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur Ár: 2011 Staður: Reykjavík Útgefandi: Bjartur

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband