Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Rauður tangó - Anna S. Björnsdóttir

4.1.2017

 

Uppselt á allar sýningar
en ég fékk miða á Kafka
í allri eymd sinni
og ég blundaði eins og hinir
í nýja óperuhúsinu
í vatninu

 

Eins og hundur
voru lokaorð hans

 

Ég man það að minnsta kosti
úr textanum
hann lá á gólfinu
og.......

 

Alltaf gaman að fara í óperuna
þegar maður er í útlöndum
sjá eitthvað nýtt
víkka sjóndeildarhringinn
umgangast annað fólk

 

 

__________________
Úr Á blágrænum fleti:Rauður tangó

Á blágrænum fleti
Ár: 2005
Staður: Reykjavík
Útgefandi: Höfundur

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload