• Soffía Birgisdóttir

Þriðja skáldsaga Yrsu Þallar


Út er komin skáldsagan Strendingar. Fjölskyldulíf í sjö töktum eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur. Þetta er þriðja skáldsaga Yrsu Þallar en áður hefur hún sent frá sér Tregðulögmálið (2010) og Móðurlífið, blönduð tækni (2017).


Í kynningu forlagsins segir:


Sérhver fjölskylda geymir mörg líf og margar raddir. Pétur vinnur fyrir auglýsingastofu en elur með sér skáldadrauma. Eva kona hans stendur í ströngu sem byggingafulltrúi á Stapaströnd. Saman eiga þau þrjú börn; unglinginn Silju, sem hefur annan fótinn í öðrum heimi, viðkvæma sex ára drenginn Steinar og ungbarnið Ólafíu. Auk þess er á heimilinu eðalborinn og ævaforn köttur, kallaður Mjálmar, og þangað kemur líka faðir Péturs, Bergur, fyrrum bóndi sem hefur nýverið misst konu sína og er við það að hverfa inn í heim gleymskunnar.


Í þessari skemmtilegu og áhrifamiklu skáldsögu fylgjumst við með hálfu ári í lífi fjölskyldu, þar sem allir sjö hugarheimar hennar fá rödd. Þannig fléttast saman innra líf þeirra og ytri atburðir, valdabarátta og áföll, togstreita og uppeldisátök, gamall tími og nýr, í marglaga og minnisstæðri sögu.


Yrsa Þöll er einn áhugaverðasti skáldsagnahöfundur okkar af ungu kynslóðinni og auk skáldsagnaskrifa hefur hún nýlega haslað sér völl á sviði barnabóka, eins og lesa má um hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband