• Helga Jónsdóttir

„Þetta ólukku dót“


Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum (1857-1933) var skáld, ljósmóðir og kvenréttindakona. Í grein sem ber titilinn „Þetta ólukku dót“ rekur Helga Kress útgáfusögu Ólafar í gegnum bréfaskriftir hennar við Þorstein Erlingsson. Bréfin varpa áhugaverðu ljósi á sjálfsmynd Ólafar sem konu og skálds og vitna jafnframt um stöðu skáldkvenna í afar karllægri menningu í kringum aldamótin 1900. Sú staða kristallast einnig í ljóðum Ólafar sem hún birtir í bréfunum en, líkt og Helga Kress bendir á, líkir hún samfélaginu við „„hrjósturland“ þar sem ekkert fær vaxið“ og vonast „eftir að „stækka“ í öðrum heimi“ þar sem skilyrði hennar eru ögn skárri.


Grein Helgu Kress má nú nálgast hér á Skáld.is.