• Guðrún Steinþórsdóttir

„það verður ekki létt verk að koma lagi á þetta myndasafn“Smásagan „Kona, naut, barn“ eftir Svövu Jakobsdóttur birtist fyrst í ritsafninu Draumur um veruleika árið 1977. Fimm árum síðar birtist sama smásaga, nokkuð breytt, í smásagnasafninu Gefið hvort öðru undir titlinum „Tiltekt“. Dagný Kristjánsdóttir skrifaði afar fróðlega og áhugaverða grein í Skírni árið 1997 þar sem hún skoðar sérstaklega hvernig Svava notar endurtekningar í smásögunni og áhrif þeirra. Við mælum með að rifja upp smásöguna og skrifin um hana.


Grein Dagnýjar nefnist „Tiltekt í myndasafninu. Um endurtekningar í smásögunni „Tiltekt“ eftir Svövu Jakobsdóttur“ og má lesa hér.